Landsbankaleiðin var skynsamleg leið 8. september 2011 06:00 Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun