Konur, heilsurækt og grindarbotninn Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfnum sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundarvakning á sviði heilsuræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsuleysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurnar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hugurinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mismiklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birtist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotninn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirnar tala sínu máli. Margar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veikleika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotninn með einföldum leiðbeiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæfingar eru ekki tískufyrirbæri, heldur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sérfræðingar í skoðun og mati á stoðkerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfnum sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundarvakning á sviði heilsuræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsuleysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurnar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hugurinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mismiklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birtist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotninn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirnar tala sínu máli. Margar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veikleika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotninn með einföldum leiðbeiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæfingar eru ekki tískufyrirbæri, heldur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sérfræðingar í skoðun og mati á stoðkerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun