Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun