Djöfullinn sjálfur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar