Áfram leikskólakennarar! Guðný Hrund Rúnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. Leikskólar eru ákveðið samfélag þar sem litlir einstaklingar ráða ríkjum en leikskólakennarar hafa ákveðna sérþekkingu á því hvernig byggja megi upp leikskólasamfélag þar sem þarfir barnanna eru hafðar í fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið út frá hugmyndafræðilegum bakgrunni sem hver leikskóli vinnur út frá en börnin okkar fá að þroskast og dafna út frá leiknum. Störf leikskólakennara eru mikilvæg, mjög mikilvæg. Við leggjum traust okkar á starfsmenn leikskólanna, við treystum þeim fyrir sólargeislunum í lífi okkar. Við vitum að það er unnið metnaðarfullt starf á leikskólunum en leikskólakennarar hafa menntað sig til þess að byggja upp kærleiksríkt leikskólasamfélag þar sem börnin okkar fá að þroskast og dafna í. Verðmætin sem leikskólakennarar hafa í höndunum eru börnin okkar og því er þetta starf afskaplega dýrmætt. Verðmiðinn á starfinu er því miður ekki í samræmi við þá menntun sem starfið krefst og þá ábyrgð sem lögð er á herðar leikskólakennara og annarra starfsmanna innan leikskólanna. Ef starf snýst um peninga þá hækkar verðmiðinn á starfinu en ef ég hef barn í höndunum þá lækkar verðmiðinn. Laun leikskólakennara eru til skammar, það er alveg ljóst. Þeir eiga langt í land með að fá þau laun sem samræmast þeirra menntun og ábyrgð. Núna eru þeir að berjast fyrir litlu skrefi í átt að því sem þeir eiga skilið að fá fyrir starf sitt. Ég styð leikskólakennara í baráttu sinni og ég vona að aðrir foreldrar geri slíkt hið sama því við vitum öll hvar verðmætin í samfélaginu er að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. Leikskólar eru ákveðið samfélag þar sem litlir einstaklingar ráða ríkjum en leikskólakennarar hafa ákveðna sérþekkingu á því hvernig byggja megi upp leikskólasamfélag þar sem þarfir barnanna eru hafðar í fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið út frá hugmyndafræðilegum bakgrunni sem hver leikskóli vinnur út frá en börnin okkar fá að þroskast og dafna út frá leiknum. Störf leikskólakennara eru mikilvæg, mjög mikilvæg. Við leggjum traust okkar á starfsmenn leikskólanna, við treystum þeim fyrir sólargeislunum í lífi okkar. Við vitum að það er unnið metnaðarfullt starf á leikskólunum en leikskólakennarar hafa menntað sig til þess að byggja upp kærleiksríkt leikskólasamfélag þar sem börnin okkar fá að þroskast og dafna í. Verðmætin sem leikskólakennarar hafa í höndunum eru börnin okkar og því er þetta starf afskaplega dýrmætt. Verðmiðinn á starfinu er því miður ekki í samræmi við þá menntun sem starfið krefst og þá ábyrgð sem lögð er á herðar leikskólakennara og annarra starfsmanna innan leikskólanna. Ef starf snýst um peninga þá hækkar verðmiðinn á starfinu en ef ég hef barn í höndunum þá lækkar verðmiðinn. Laun leikskólakennara eru til skammar, það er alveg ljóst. Þeir eiga langt í land með að fá þau laun sem samræmast þeirra menntun og ábyrgð. Núna eru þeir að berjast fyrir litlu skrefi í átt að því sem þeir eiga skilið að fá fyrir starf sitt. Ég styð leikskólakennara í baráttu sinni og ég vona að aðrir foreldrar geri slíkt hið sama því við vitum öll hvar verðmætin í samfélaginu er að finna.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar