Áfram leikskólakennarar! Guðný Hrund Rúnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. Leikskólar eru ákveðið samfélag þar sem litlir einstaklingar ráða ríkjum en leikskólakennarar hafa ákveðna sérþekkingu á því hvernig byggja megi upp leikskólasamfélag þar sem þarfir barnanna eru hafðar í fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið út frá hugmyndafræðilegum bakgrunni sem hver leikskóli vinnur út frá en börnin okkar fá að þroskast og dafna út frá leiknum. Störf leikskólakennara eru mikilvæg, mjög mikilvæg. Við leggjum traust okkar á starfsmenn leikskólanna, við treystum þeim fyrir sólargeislunum í lífi okkar. Við vitum að það er unnið metnaðarfullt starf á leikskólunum en leikskólakennarar hafa menntað sig til þess að byggja upp kærleiksríkt leikskólasamfélag þar sem börnin okkar fá að þroskast og dafna í. Verðmætin sem leikskólakennarar hafa í höndunum eru börnin okkar og því er þetta starf afskaplega dýrmætt. Verðmiðinn á starfinu er því miður ekki í samræmi við þá menntun sem starfið krefst og þá ábyrgð sem lögð er á herðar leikskólakennara og annarra starfsmanna innan leikskólanna. Ef starf snýst um peninga þá hækkar verðmiðinn á starfinu en ef ég hef barn í höndunum þá lækkar verðmiðinn. Laun leikskólakennara eru til skammar, það er alveg ljóst. Þeir eiga langt í land með að fá þau laun sem samræmast þeirra menntun og ábyrgð. Núna eru þeir að berjast fyrir litlu skrefi í átt að því sem þeir eiga skilið að fá fyrir starf sitt. Ég styð leikskólakennara í baráttu sinni og ég vona að aðrir foreldrar geri slíkt hið sama því við vitum öll hvar verðmætin í samfélaginu er að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. Leikskólar eru ákveðið samfélag þar sem litlir einstaklingar ráða ríkjum en leikskólakennarar hafa ákveðna sérþekkingu á því hvernig byggja megi upp leikskólasamfélag þar sem þarfir barnanna eru hafðar í fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið út frá hugmyndafræðilegum bakgrunni sem hver leikskóli vinnur út frá en börnin okkar fá að þroskast og dafna út frá leiknum. Störf leikskólakennara eru mikilvæg, mjög mikilvæg. Við leggjum traust okkar á starfsmenn leikskólanna, við treystum þeim fyrir sólargeislunum í lífi okkar. Við vitum að það er unnið metnaðarfullt starf á leikskólunum en leikskólakennarar hafa menntað sig til þess að byggja upp kærleiksríkt leikskólasamfélag þar sem börnin okkar fá að þroskast og dafna í. Verðmætin sem leikskólakennarar hafa í höndunum eru börnin okkar og því er þetta starf afskaplega dýrmætt. Verðmiðinn á starfinu er því miður ekki í samræmi við þá menntun sem starfið krefst og þá ábyrgð sem lögð er á herðar leikskólakennara og annarra starfsmanna innan leikskólanna. Ef starf snýst um peninga þá hækkar verðmiðinn á starfinu en ef ég hef barn í höndunum þá lækkar verðmiðinn. Laun leikskólakennara eru til skammar, það er alveg ljóst. Þeir eiga langt í land með að fá þau laun sem samræmast þeirra menntun og ábyrgð. Núna eru þeir að berjast fyrir litlu skrefi í átt að því sem þeir eiga skilið að fá fyrir starf sitt. Ég styð leikskólakennara í baráttu sinni og ég vona að aðrir foreldrar geri slíkt hið sama því við vitum öll hvar verðmætin í samfélaginu er að finna.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar