Hugleiðing um tjáningarfrelsi Áslaug Thorlacius skrifar 17. maí 2011 09:45 Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun