Sameiginleg ábyrgð Ólafur Stephensen skrifar 2. maí 2011 06:00 Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun