Liðið getur náð enn lengra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 08:00 Dóra María Lárusdóttir skaut íslenska liðinu í úrslitaleik Algarve-mótsins með laglegu marki.fréttablaðið/daníel Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður." Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður."
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira