NBA: Loksins sigur hjá Cleveland-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2011 11:00 Antawn Jamison fagnar í nótt. Mynd/AP Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Utah Jazz tapaði fyrsta leiknum án Jerry Sloan, Miami Heat vann sinn áttunda sigur í röð, Los Angeles Lakers vann auðveldan sigur í Madison Square Garden í New York og Philadelphia 76 ers vann sigur á toppliði San Antonio Spurs. Cleveland var þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta tapleiki í röð en liðið hafði ekki unnið leik síðan 18. desember og þetta var jafnframt aðeins annar sigur liðsins í síðustu 38 leikjum. Cleveland og ameríska fótboltaliðið Tampa Bay Buccaneers deila því metinu yfir flesta tapleiki í röð í fjórum stærstu atvinnumannaíþróttunum í Bandaríkjunum. „Þetta er æðisleg tilfinning og mikilvægt fyrir móralinn í liðinu sem og fyrir borgina og stuðningsmennina. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessum sigri og loksins kom hann," sagði Antawn Jamison sem var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst hjá Clippers.Dwyane Wade treður í körfuna í nótt.Mynd/APSteve Nash var með 18 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 95-83 útisigur á Utah Jazz í fyrsta leik Utah eftir að Jerry Sloan hætti sem þjálfari liðsins. Deron Williams og CJ Miles voru báðir með 19 stig fyrir Utah sem hefur tapað 11 af síðustu 15 leikjum sínum. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James var með 16 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð og komst á toppinn í Austurdeildinni. Miami vann 106-92 útisigur á Detroit Pistons og komst upp fyrir Boston Celtics. Miami og Boston mætast síðan á morgun.Kobe Bryant skoraði 33 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann auðveldan 113-96 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers.Manu Ginobili, Tim Duncan og Tony Parker.Mynd/APJrue Holiday var með 27 stig þegar Philadelphia 76ers vann 77-71 heimasigur á San Antonio Spurs. Spencer Hawes skoraði 13 stig fyrir Sixers og Elton Brand tók 17 fráköst.Tim Duncan var með 16 stig og 13 fráköst hjá San Antonio sem átti möguleika á því að verða fyrsta liðið til að vinna 45 af fyrstu 53 leikjum sínum síðan að Chicago Bulls náði því 1996-97. Willie Green skoraði 24 stig og David West var með 17 stig og 17 fráköst þegar New Orleans Hornets vann 99-93 útisigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig og 17 fráköst hjá Orlando.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Tyrone Corbin stýrði sínum fyrsta leik hjá Utah í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-New Jersey Nets 89-94 Indiana Pacers-Minnesota Timberwolves 116-105 Orlando Magic-New Orleans Hornets 93-99 Philadelphia 76ers-San Antonio Spurs 77-71 Toronto Raptors-Portland Trail Blazers 96-102 Cleveland Cavaliers-Los Angeles Clippers 126-119 (framlengt) Detroit Pistons-Miami Heat 92-106 New York Knicks-Los Angeles Lakers 96-113 Memphis Grizzlies-Milwaukee Bucks 89-86 Utah Jazz-Phoenix Suns 83-95 NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Utah Jazz tapaði fyrsta leiknum án Jerry Sloan, Miami Heat vann sinn áttunda sigur í röð, Los Angeles Lakers vann auðveldan sigur í Madison Square Garden í New York og Philadelphia 76 ers vann sigur á toppliði San Antonio Spurs. Cleveland var þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta tapleiki í röð en liðið hafði ekki unnið leik síðan 18. desember og þetta var jafnframt aðeins annar sigur liðsins í síðustu 38 leikjum. Cleveland og ameríska fótboltaliðið Tampa Bay Buccaneers deila því metinu yfir flesta tapleiki í röð í fjórum stærstu atvinnumannaíþróttunum í Bandaríkjunum. „Þetta er æðisleg tilfinning og mikilvægt fyrir móralinn í liðinu sem og fyrir borgina og stuðningsmennina. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessum sigri og loksins kom hann," sagði Antawn Jamison sem var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst hjá Clippers.Dwyane Wade treður í körfuna í nótt.Mynd/APSteve Nash var með 18 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 95-83 útisigur á Utah Jazz í fyrsta leik Utah eftir að Jerry Sloan hætti sem þjálfari liðsins. Deron Williams og CJ Miles voru báðir með 19 stig fyrir Utah sem hefur tapað 11 af síðustu 15 leikjum sínum. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James var með 16 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð og komst á toppinn í Austurdeildinni. Miami vann 106-92 útisigur á Detroit Pistons og komst upp fyrir Boston Celtics. Miami og Boston mætast síðan á morgun.Kobe Bryant skoraði 33 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann auðveldan 113-96 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers.Manu Ginobili, Tim Duncan og Tony Parker.Mynd/APJrue Holiday var með 27 stig þegar Philadelphia 76ers vann 77-71 heimasigur á San Antonio Spurs. Spencer Hawes skoraði 13 stig fyrir Sixers og Elton Brand tók 17 fráköst.Tim Duncan var með 16 stig og 13 fráköst hjá San Antonio sem átti möguleika á því að verða fyrsta liðið til að vinna 45 af fyrstu 53 leikjum sínum síðan að Chicago Bulls náði því 1996-97. Willie Green skoraði 24 stig og David West var með 17 stig og 17 fráköst þegar New Orleans Hornets vann 99-93 útisigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig og 17 fráköst hjá Orlando.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Tyrone Corbin stýrði sínum fyrsta leik hjá Utah í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-New Jersey Nets 89-94 Indiana Pacers-Minnesota Timberwolves 116-105 Orlando Magic-New Orleans Hornets 93-99 Philadelphia 76ers-San Antonio Spurs 77-71 Toronto Raptors-Portland Trail Blazers 96-102 Cleveland Cavaliers-Los Angeles Clippers 126-119 (framlengt) Detroit Pistons-Miami Heat 92-106 New York Knicks-Los Angeles Lakers 96-113 Memphis Grizzlies-Milwaukee Bucks 89-86 Utah Jazz-Phoenix Suns 83-95
NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti