Sterk stjórn eða veik? Svavar Gestsson skrifar 5. janúar 2011 06:00 Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun