Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, hitti Heiðar Helguson eftir leik Tottenham og QPR í dag en mynd af þeim birtist á Twitter í dag.
Heiðar gaf það út fyrr á árinu að hann væri hættur að spila með landsliðinu svo hann gæti einbeitt sér að því að spila með félagsliði sínu, QPR, í ensku úrvalsdeildinni.
Óvitað er hvað þeirra fór á milli en ætla má að Lagerbäck hefur áhuga á að fá Heiðar til að gefa aftur kost á sér enda aðeins annar tveggja leikmanna sem Ísland á í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir.
Myndina hér fyrir ofan tók Ola Wenstrom og birti á Twitter-síðu sinni.
