Dóra María kom inn á og tryggði íslenskan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2011 13:50 Mynd/Daníel Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira