Andri Marteinsson var í dag ráðinn þjálfari ÍR en félagið hefur þar að auki samþykkt tilboð Fylkis og ÍBV í miðjumanninn Árna Frey Guðnason.
Þetta kemur fram á Fótbolta.net. Andri var síðast þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni en þar áður þjálfaði hann Hauka í fjögur ár og kom liðinu upp um tvær deildir. Hann var hins vegar látinn fara hjá Víkingi um mitt tímabil en félagið féll engu að síður í 1. deildina í haust.
Árni Freyr er uppalinn FH-ingur og er samningsbundinn ÍR í eitt ár til viðbótar. Hann stefnir á að leika í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð og mun nú ræða við Fylki og ÍBV um kaup og kjör.
Andri tekur við ÍR - Árni Freyr á leið til Fylkis eða ÍBV
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn