Buffett tæki Samherjabréfin fram yfir Real Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2011 10:00 Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til.
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar