Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2011 06:00 Stuart Pearce á Laugardalsvellinum í gær. Mynd/Vilhelm „Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá." Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá."
Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn