Skagamaðurinn Gary Martin var í kvöld valinn besti leikmaður 1. deildar karla í fótbolta í sumar en vefsíðan Fótbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja úrvalslið deildarinnar sem og besta leikmanninn, besta þjálfarann og efnilegasta leikmanninum.
Gary Martin fór fyrir Skagaliðinu í sumar sem tryggði sér sæti á ný í úrvalsdeild karla. Martin skoraði 9 mörk í 16 leikjum í deildinni í sumar og átti einnig margar stoðsendingar á félaga sína. Martin kláraði þá ekki tímabilið með ÍA því hann fór á láni til danska félagsins Hjörring á láni um miðjan ágúst.
Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, var valinn besti þjálfarinn og Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.
Gary Martin er einn af fimm Skagamönnum í úrvalsliðinu en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Selfyssingar eiga tvo menn í liðinu en ekkert annað félag á fleiri en einn leikmann í liði ársins. Það má finna ítarlegri umfjöllun um verðlaun Fótbolti.net með því að smella hér.
Úrvalslið 1. deildar karla 2011:
Markvörður:
Kristján Finnbogason (Grótta)
Varnarmenn:
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Reynir Leósson (ÍA)
Guðjón Heiðar Sveinsson (ÍA)
Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Miðjumenn:
Mark Doninger (ÍA)
Babacarr Sarr (Selfoss)
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Sóknarmenn:
Gary Martin (ÍA)
Hjörtur Júlíus Hjartarson (ÍA)
Sveinbjörn Jónasson (Þróttur)
