Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum og síðasti leikur íslenska A-landsliðsins undir stjórn Ólafs.
Ólafur velur 21 leikmenn í hópinn að þessu sinni og koma bæði Aron Einar Gunnarssson og Gylfi Þór Sigurðsson inn í hópinn eftir meiðsli. Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson eru hinsvegar áfram utan hópsins.
Veigar Páll Gunnarsson er heldur ekki valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa sent frá sér afsökunarbeiðni á dögunum.
Portúgalir eru í harðri baráttu um efsta sæti riðilsins sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2012 sem fram fer í Úkraínu og Póllandi.
Portúgal, Danmörk og Noregur eru öll með 13 stig, Noregur eftir sjö leiki en Portúgal og Danmörk eftir sex leiki. Ísland er með fjögur stig eftir sigur á Kýpur í síðasta leik.
Hópur Íslands á móti Portúgal:
Markmenn
Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Stefán Logi Magnússon, Lilleström SK
Hannes Þór Halldórsson, KR
Varnarmenn
Indriði Sigurðsson, Viking FK
Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK
Birkir Már Sævarsson, SK Brann
Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FC København
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Hønefoss BK
Hjörtur Logi Valgarðsson, IFK Gautaborg
Hallgrímur Jónasson, SönderjyskE
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC
Helgi Valur Daníelsson, AIK
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ
Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC
Rúrik Gíslason, OB
Birkir Bjarnaso, Viking FK
Matthías Vilhjálmsson, FH
Gylfi Þór Sigurðsson, TSG Hoffenheim
Sóknarmenn
Eiður Smári Guðjohnsen, AEK FC
Kolbeinn Sigþórsson, AFC Ajax
Alfreð Finnbogason, KSC Lokeren OV
Ólafur búinn að velja Portúgalshópinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti



Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
