Selfyssingar eiga möguleika á því í dag að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild karla en þá þurfa þeir að ná í stig á ÍR-vellinum í dag. Næstsíðasta umferð 1. deildar karla fer einmitt fram í dag.
Skagamenn eru þegar komnir upp en þeir voru í sömu stöðu og Selfyssingar 16. ágúst síðastliðinn. ÍA náði þá 1-1 jafntefli á móti ÍR-liðinu í Mjóddinni þökk sé jöfnunarmarki Hjartar Júlíusar Hjartarsonar og tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni.
Selfyssingar geta nú endurtekið leikinn á sama stað 25 dögum síðar. Þeir eru með sex stigum meira en Haukar sem eru í 3. sætinu.
Selfoss féll í fyrrahaust úr Pepsi-deildinni en liðið var þá að taka þátt í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Logi Ólafsson tók við liðinu eftir tímabilið og er langt kominn með að koma Selfyssingum aftur upp í efstu deild á sínu fyrsta ári við stjórnvölinn.
Leikir í 1. deild karla í dag:
15.00 Torfnesvöllur BÍ/Bolungarvík - Víkingur Ó.
16.00 Akranesvöllur ÍA - KA
16.00 Gróttuvöllur Grótta - Leiknir R.
16.00 Fjölnisvöllur Fjölnir - HK
16.00 Ásvellir Haukar - Þróttur R.
16.00 ÍR-völlur ÍR - Selfoss
