Glæsilegur sigur á einu sterkasta liði heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 17. september 2011 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2 Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2
Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn