Guðni Bergs: Það á að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna út í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 16:00 Guðni Bergsson og Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira