Einum leik er lokið í 1. deild karla í dag. BÍ/Bolungarvík og Grótta skildu jöfn, 1-1, á Ísafirði í dag.
Jónmundur Grétarsson, sem hóf tímabilið með BÍ/Bolungarvík, gekk í raðir Gróttu í síðasta mánuði og hann kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Tomi Ameobi jafnaði svo metin fyrir heimamenn þegar skammt var til leiksloka og þar við sat.
BÍ/Bolungarvík er í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig eftir jafnteflið í dag en Grótta er í því níunda með fimmtán stig.
Klukkan 16.00 hófst leikur Hauka og KA á Ásvöllum.
Jónmundur tryggði Gróttu stig á Ísafirði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti