„Ég var þannig tilfinningu að ég myndi hitta boltann og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur," sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli.
„Ég hef aldrei leikið í verra veðri og ég hélt að dómarinn myndi fara með okkur inn í fótboltahöllina í síðari hálfleik. Þetta var rosalega erfitt en við erum með frábært lið sem kann að vinna fótboltaleiki," bætti Doninger við en hann telur að ÍA þurfi aðeins að bíða með að fagna sæti sínu í efstu deild að nýju. „Við skulum gera það eftir 2 sigurleiki," bætti hann við en Skagamenn eru með 12 stiga forskot í efsta sæti deildarinnar og þurfa því ekki mörg stig til viðbótar úr næstu 8 umferðum þess að tryggja sér sigur í deildinni.
