Nate Robinson, leikmaður Oklahoma City Thunder, var á dögunum tekinn fyrir að pissa á almannafæri í úthverfi New York.
Lögreglumaður sem varð vitni að atburðinum sá sér engan annan kosta völ en að fara með Robinson á næstu lögreglustöð þar sem honum var stefnt og mun mæta fyrir rétt 22. júní næstkomandi.
Lögreglumaðurinn mun hafa séð Robinson létta af sér fyrir utan bókabúð aðfaranótt laugardags, en nú hefur leikmaðurinn gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar atburðinn og biðst afsökunar.
Körfubolti