Dallas Mavericks NBA-meistarar árið 2011 Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2011 09:00 Dallas Mavericks NBA-meistarar árið 2011. Mynd. / AP Dallas Mavericks varð í nótt NBA meistari eftir að hafa unnið Miami Heat, 105-95, í sjötta leik liðanna og því sigraði Dallas 4-2 í úrslitaeinvíginu. Dallas hafði ákveðið frumkvæði allan leikinn þó svo að þeirra aðal stjarna Dirk Nowitzki hafi ekki fundið sig í fyrri hálfleik leiksins en hann hitti aðeins úr 1/12, en ákveðnir leikmenn stigu þá upp og léku eins og sannir meistarar. Jason Terry, leikmaður Dallas, átti magnaðan leik og gerði 27 stig og JJ Barrea átti einnig frábæran leik og gerði 15 stig. Jason Kidd stýrði leik Dallas eins og herforingi og var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið í úrslitaeinvíginu. Dirk Nowitzki kom sá og sigraði í fjórða leikhlutanum og steig upp, en Þjóðverjinn endaði leikinn með 21 stig og 11 fráköst. Dallas liðið sýndi frábæra liðsheild í leiknum í gær og einbeitingin skein úr augum allra leikmanna liðsins. Í lok fjórða leikhluta voru það sóknarfráköstin sem reyndust dýrmæt fyrir gestina í Dallas en þeir náðu að éta upp klukkuna með því að hirða fráköst. Lykilmenn Miami Heat náðu sér ekki nægilega vel á strik á meðan flest allir leikmenn Dallas Mavericks skiluðu sínu. Margir leikmenn Dallas liðsins hafa verið lengi í deildinni án þess að vinna titilinn en Jason Kidd var á sínu 17. tímabili, hafði tvisvar áður komist í úrslitaeinvígi en loksins fékk þess snjalli leikstjórnandi hringinn fræga. Dirk Nowitzki og Jason Terry tóku báðir þátt í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat árið 2006 þegar liðið tapaði 4-2, en þeir náðu loks að vinna fyrsta NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins var að sjálfsögðu valinn Dirk Nowitzki sem hefur skráð sig í sögubækurnar sem einn allra besti sóknarmaður allra tíma. NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Dallas Mavericks varð í nótt NBA meistari eftir að hafa unnið Miami Heat, 105-95, í sjötta leik liðanna og því sigraði Dallas 4-2 í úrslitaeinvíginu. Dallas hafði ákveðið frumkvæði allan leikinn þó svo að þeirra aðal stjarna Dirk Nowitzki hafi ekki fundið sig í fyrri hálfleik leiksins en hann hitti aðeins úr 1/12, en ákveðnir leikmenn stigu þá upp og léku eins og sannir meistarar. Jason Terry, leikmaður Dallas, átti magnaðan leik og gerði 27 stig og JJ Barrea átti einnig frábæran leik og gerði 15 stig. Jason Kidd stýrði leik Dallas eins og herforingi og var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið í úrslitaeinvíginu. Dirk Nowitzki kom sá og sigraði í fjórða leikhlutanum og steig upp, en Þjóðverjinn endaði leikinn með 21 stig og 11 fráköst. Dallas liðið sýndi frábæra liðsheild í leiknum í gær og einbeitingin skein úr augum allra leikmanna liðsins. Í lok fjórða leikhluta voru það sóknarfráköstin sem reyndust dýrmæt fyrir gestina í Dallas en þeir náðu að éta upp klukkuna með því að hirða fráköst. Lykilmenn Miami Heat náðu sér ekki nægilega vel á strik á meðan flest allir leikmenn Dallas Mavericks skiluðu sínu. Margir leikmenn Dallas liðsins hafa verið lengi í deildinni án þess að vinna titilinn en Jason Kidd var á sínu 17. tímabili, hafði tvisvar áður komist í úrslitaeinvígi en loksins fékk þess snjalli leikstjórnandi hringinn fræga. Dirk Nowitzki og Jason Terry tóku báðir þátt í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat árið 2006 þegar liðið tapaði 4-2, en þeir náðu loks að vinna fyrsta NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins var að sjálfsögðu valinn Dirk Nowitzki sem hefur skráð sig í sögubækurnar sem einn allra besti sóknarmaður allra tíma.
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira