Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 17:30 Ólafur tilkynnir liðið sitt í dag. Mynd/Anton Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum. Íslenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira