NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2011 09:00 LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta. NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta.
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira