Fyrrum þjálfari Cleveland Cavaliers, Mike Brown, er sagður vera efstur á óskalista LA Lakers yfir arftaka Phil Jackson sem þjálfari félagsins.
Samkvæmt heimildum ESPN eru viðræður í fullum gangi og Brown gæti verið ráðinn þjálfari félagsins fyrir helgi.
Viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi en Brown er sagður leggja mikið upp úr starfsöryggi. Telji hann sig ekki fá nægilega góðar vinnuaðstæður mun hann ekki taka starfið.
Hermt er að Brown muni fá 3-4 ára samning og launin frá 4-4,5 milljónum dollara á ári. Það er tæplega helmingurinn af því sem Jackson var með í laun.
Rick Adelman kom einnig til greina hjá Lakers en forráðamenn félagsins virðast vera spenntari fyrir Brown.
Brown efstur á óskalista Lakers
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
