OKC jafnði einvígið eftir þríframlengdan leik gegn Grizzlies Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2011 08:56 Lebrown James fór á kostum í nótt. Mynd. / AP Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart. NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart.
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira