Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2011 09:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni. NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni.
NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira