Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2011 09:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira