Atlanta Hawks gerði sér lítið fyrir í nótt og sendi Orlando Magic í sumarfrí. Atlanta vann sjötta leik liðanna og rimmuna, 4-2. LA Lakers og Dallas Mavericks komust einnig áfram í nótt.
Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford 19. Dwight Howard skilaði sínu fyrir Orlando með 25 stig og 15 fráköst en það dugði ekki til. Atlanta mætir Chicago Bulls í næstu umferð.
Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir LA Lakers sem vann nokkuð þægilegan sigur í New Orleans. Andrew Bynum var með 18 og Pau Gasol 16.
Lakers mætir Dallas í næstu umferð en Dallas afgreiddi Portland í nótt. Dirk Nowitzki magnaður með 33 stig fyrir Dallas og 11 fráköst þess utan.
Úrslit (staða einvígis):
New Orleans-LA Lakers 80-98 (2-4)
Atlanta-Orlando 84-81 (4-2)
Portland-Dallas 96-103 (2-4)
NBA: Lakers, Dallas og Atlanta komin áfram
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
