Hvað er veikt umboð? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2011 06:00 Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur af andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur af andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun