NBA: Boston vann í New York og Tim Duncan meiddist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2011 09:30 Tim Duncan meiddist í nótt. Mynd/AP San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni.Manu Ginobili skoraði 28 stig þegar San Antonio Spurs vann 111-96 sigur á Golden State Warriors á heimavelli og Tony Parker var með 17 stig og 15 stoðsendingar. Tim Duncan meiddist illa á ökkla þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af leiknum og gæti verið frá í nokkrar vikur. Ekpe Udoh var stigahæstur hjá Golden State með 15 stig.Kevin Garnett var með 24 stig og 11 fráköst og Rajon Rondo bætti við 13 stigum og 12 stoðsendingum þegar Boston Celtics vann 96-86 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Paul Pierce var með 21 stig og Ray Allen skoraði 15 stig. Carmelo Anthony skoraði 22 stig fyrir New York en hvorki hann né Amare Stoudemire skoruðu körfu í fjórða leikhlutanum. Chauncey Billups skoraði 21 stig og Stoudemire var með 16 stig. Þetta var sjötta tap New York í síðustu sjö leikjum og liðið er búið að tapa 9 af 16 leikjum sínum síðan að Carmelo Anthony kom til liðsins.Mynd/APDerrick Rose og Kyle Korver skoruðu báðir 18 stig þegar Chicago Bulls rúllaði yfir Sacramento Kings 132-92. Þetta var fimmtugasti sigur Chicago-liðsins á tímabilinu sem hefur ekki gerst síðan að Michael Jordan lék síðast með því tímabilið 1997-98. Carlos Boozer skoraði 16 stig í endurkomu sinni eftir að hafa misst úr fimm leiki vegna ökklameiðsla. Marcus Thornton var stigahæstur hjá Sacramento með 25 stig.Roy Hibbert skoraði 24 stig og Danny Granger var með 17 af 20 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 102-98 sigur á New Jersey Nets og náði tveggja leikja forskoti í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Darren Collison var með 15 stig og 12 stoðsendingar fyrir Indiana en Brook Lopez var með 20 stig hjá New Jersey sem lék annan leikinn í röð án Deron Williams.Mynd/APTy Lawson var með 23 stig þegar Denver Nuggets vann 123-90 sigur á Toronto Raptors en liðið endaði með því tveggja leikja taphrinu. Denver hefur unnið 10 af 14 leikjum síðan að þeir skiptu Carmelo Anthony til New York Knicks í síðasta mánuði. Andrea Bargnani skoraði 20 stig fyrir Toronto.Dwight Howard var með 28 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 97-86 útisigur á Cleveland Cavaliers. J.J. Hickson skoraði 18 stig fyrir Cleveland og Daniel Gibson var með 16 stig.Zach Randolph skoraði 19 stig og tók 13 fráköst þegar Memphis Grizzlies vann 103-85 heimasigur á Utah Jazz. Paul Millsap skoraði mest 15 stig fyrir Utah. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers-Orlando Magic 86-97 New Jersey Nets-Indiana Pacers 98-102 New York Knicks-Boston Celtics 86-96 Chicago Bulls-Sacramento Kings 132-92 Memphis Grizzlies-Utah Jazz 103-85 San Antonio Spurs-Golden State Warriors 111-96 Denver Nuggets-Toronto Raptors 123-90 NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni.Manu Ginobili skoraði 28 stig þegar San Antonio Spurs vann 111-96 sigur á Golden State Warriors á heimavelli og Tony Parker var með 17 stig og 15 stoðsendingar. Tim Duncan meiddist illa á ökkla þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af leiknum og gæti verið frá í nokkrar vikur. Ekpe Udoh var stigahæstur hjá Golden State með 15 stig.Kevin Garnett var með 24 stig og 11 fráköst og Rajon Rondo bætti við 13 stigum og 12 stoðsendingum þegar Boston Celtics vann 96-86 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Paul Pierce var með 21 stig og Ray Allen skoraði 15 stig. Carmelo Anthony skoraði 22 stig fyrir New York en hvorki hann né Amare Stoudemire skoruðu körfu í fjórða leikhlutanum. Chauncey Billups skoraði 21 stig og Stoudemire var með 16 stig. Þetta var sjötta tap New York í síðustu sjö leikjum og liðið er búið að tapa 9 af 16 leikjum sínum síðan að Carmelo Anthony kom til liðsins.Mynd/APDerrick Rose og Kyle Korver skoruðu báðir 18 stig þegar Chicago Bulls rúllaði yfir Sacramento Kings 132-92. Þetta var fimmtugasti sigur Chicago-liðsins á tímabilinu sem hefur ekki gerst síðan að Michael Jordan lék síðast með því tímabilið 1997-98. Carlos Boozer skoraði 16 stig í endurkomu sinni eftir að hafa misst úr fimm leiki vegna ökklameiðsla. Marcus Thornton var stigahæstur hjá Sacramento með 25 stig.Roy Hibbert skoraði 24 stig og Danny Granger var með 17 af 20 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 102-98 sigur á New Jersey Nets og náði tveggja leikja forskoti í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Darren Collison var með 15 stig og 12 stoðsendingar fyrir Indiana en Brook Lopez var með 20 stig hjá New Jersey sem lék annan leikinn í röð án Deron Williams.Mynd/APTy Lawson var með 23 stig þegar Denver Nuggets vann 123-90 sigur á Toronto Raptors en liðið endaði með því tveggja leikja taphrinu. Denver hefur unnið 10 af 14 leikjum síðan að þeir skiptu Carmelo Anthony til New York Knicks í síðasta mánuði. Andrea Bargnani skoraði 20 stig fyrir Toronto.Dwight Howard var með 28 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 97-86 útisigur á Cleveland Cavaliers. J.J. Hickson skoraði 18 stig fyrir Cleveland og Daniel Gibson var með 16 stig.Zach Randolph skoraði 19 stig og tók 13 fráköst þegar Memphis Grizzlies vann 103-85 heimasigur á Utah Jazz. Paul Millsap skoraði mest 15 stig fyrir Utah. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers-Orlando Magic 86-97 New Jersey Nets-Indiana Pacers 98-102 New York Knicks-Boston Celtics 86-96 Chicago Bulls-Sacramento Kings 132-92 Memphis Grizzlies-Utah Jazz 103-85 San Antonio Spurs-Golden State Warriors 111-96 Denver Nuggets-Toronto Raptors 123-90
NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira