NBA í nótt: Óvænt tap Chicago á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 09:00 Joakim Noah og Elton Brand, Philadelphia, í leiknum í nótt. Mynd/AP Tvö efstu liðin í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu sínum leikjum í nótt. Efsta liðið, Chicago, tapaði fyrir Philadelphia á heimavelli, 97-85. Þar með lauk fjórtán leikja sigurgöngu Chicago á heimavelli en Philadelphia lagði höfuðáherslu á að gera Derrick Rose, leikmanni Chicago, lífið leitt í leiknum. Rose skoraði að vísu 31 stig í leiknum en tapaði boltanum einnig tíu sinnum. Philadelphia náði undirtökunum snemma í leiknum og náði mest 23 stiga forystu í fyrri hálfleik. Chicago náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Philadelphia missti aldrei tökin og vann að lokum tólf stiga sigur. Thaddeus Young skoraði 21 stig fyrir Philadelphia en alls voru tíu leikmenn í liðinu sem skoruðu minnst tíu stig í leiknum. Þetta var í annað skiptið í röð sem að Philadelphia vinnur Chicago í vetur. Chicago er enn efst í Austurdeildinni en Boston mistókst að saxa á forystu liðsins í nótt þar sem að liðið tapaði fyrir Indiana, 107-100. Miami er svo í þriðja sæti með jafn góðan heildarárangur og Boston en lakari árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Roy Hibbert skoraði 26 stig fyrir Indiana sem er nú í áttunda og síðasta sætinu í Austurdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Charlotte vann Milwakee, 87-86. Gerald Henderson skoraði síðustu sjö stig leiksins fyrir Charlotte, þar af sigurkörfuna þegar 22 sekúndur voru til leikloka. New York vann Orlando, 113-106, í framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir New York sem er það mesta sem hann hefur skorað fyrir liðið síðan hann kom til liðsins fyrr í vetur. Portland vann San Antonio, 100-92. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Portland en þeir Tony Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan voru allir frá vegna meiðsla í liði San Antonio sem er með bestan árangur allra liða í deildinni. Þetta var þó fjórða tap liðsins í röð. Washington vann Utah, 100-95, í framlengdum leik. John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington sem vann aðeins sinn annan leik á útivelli í vetur. NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Tvö efstu liðin í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu sínum leikjum í nótt. Efsta liðið, Chicago, tapaði fyrir Philadelphia á heimavelli, 97-85. Þar með lauk fjórtán leikja sigurgöngu Chicago á heimavelli en Philadelphia lagði höfuðáherslu á að gera Derrick Rose, leikmanni Chicago, lífið leitt í leiknum. Rose skoraði að vísu 31 stig í leiknum en tapaði boltanum einnig tíu sinnum. Philadelphia náði undirtökunum snemma í leiknum og náði mest 23 stiga forystu í fyrri hálfleik. Chicago náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Philadelphia missti aldrei tökin og vann að lokum tólf stiga sigur. Thaddeus Young skoraði 21 stig fyrir Philadelphia en alls voru tíu leikmenn í liðinu sem skoruðu minnst tíu stig í leiknum. Þetta var í annað skiptið í röð sem að Philadelphia vinnur Chicago í vetur. Chicago er enn efst í Austurdeildinni en Boston mistókst að saxa á forystu liðsins í nótt þar sem að liðið tapaði fyrir Indiana, 107-100. Miami er svo í þriðja sæti með jafn góðan heildarárangur og Boston en lakari árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Roy Hibbert skoraði 26 stig fyrir Indiana sem er nú í áttunda og síðasta sætinu í Austurdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Charlotte vann Milwakee, 87-86. Gerald Henderson skoraði síðustu sjö stig leiksins fyrir Charlotte, þar af sigurkörfuna þegar 22 sekúndur voru til leikloka. New York vann Orlando, 113-106, í framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir New York sem er það mesta sem hann hefur skorað fyrir liðið síðan hann kom til liðsins fyrr í vetur. Portland vann San Antonio, 100-92. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Portland en þeir Tony Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan voru allir frá vegna meiðsla í liði San Antonio sem er með bestan árangur allra liða í deildinni. Þetta var þó fjórða tap liðsins í röð. Washington vann Utah, 100-95, í framlengdum leik. John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington sem vann aðeins sinn annan leik á útivelli í vetur.
NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira