Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2011 22:00 Kobe Bryant í leiknum á móti Miami. Mynd/AP Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk. NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk.
NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira