NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2011 09:00 Mynd/AP Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira