Staðan í Reykjavík! Stefán Benediktsson skrifar 21. febrúar 2011 05:45 Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun