Staðan í Reykjavík! Stefán Benediktsson skrifar 21. febrúar 2011 05:45 Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun