Afríka á engan þingmann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2011 08:06 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands næstu fjögur ár. Samkvæmt lögum ber að leggja fram slíka tillögu annað hvert ár. Í nýju tillögunni segir að nú skuli að því stefnt að framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækki úr 0,19% af vergum þjóðartekjum í ár í 0,23% árið 2014. Að áratug liðnum skuli framlag Íslands til þróunarmála svo ná 0,7% af þjóðartekjum. Það er markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir iðnríki Vesturlanda árið 1970. Íslenzk stjórnvöld hafa áður lofað að ná þessu marki. Það var fest í lög 1971 og ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar, með þeim árangri að 1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af þjóðartekjum! Þá var ákveðið að gyrða sig í brók og ná markinu á sjö árum. Það bar þann árangur að koma þróunaraðstoð í 0,12% árið 1992, en svo lækkaði hlutfallið á ný og var 0,1% þjóðartekna árið 1997. Hæst varð hlutfall þróunaraðstoðar Íslands af þjóðartekjum árið 2008, eða 0,36%. Það kom þó ekki eingöngu til af góðu. Búið var að festa meirihluta útgjaldanna í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu, í krónum talið, upp á við. Eftir hrun hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar verið skorin einna duglegast niður á fjárlögum, enda hefur fátækt fólk í fjarlægum löndum takmarkaðan aðgang að íslenzkum alþingismönnum. Frá 2008 hefur fjárveiting ÞSSÍ þannig lækkað um rúman þriðjung og ef gengishrunið er tekið með í reikninginn hefur stofnunin úr helmingi minni fjármunum að spila en fyrir þremur árum. Enda hefur nú verið skellt í lás í þremur af sex ríkjum þar sem stofnunin hafði starfsemi. Umræða um þennan gríðarlega samdrátt hefur verið lítil, enda hafa Íslendingar einblínt á eigin vandamál eftir hrun. Sjaldan er talað um að þrátt fyrir kreppu erum við áfram í hópi þeirra þjóða, sem hafa það bezt. Okkar siðferðilega skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín er sú sama og áður. Raunar hefur Ísland líka, eins og önnur iðnríki, beina hagsmuni af því að leggja fé til þróunarsamvinnu. Með því að vinna gegn fátækt og fáfræði er jafnframt unnið gegn vandamálum á borð við flóttamannavanda og hryðjuverkavá. Þátttaka í þróunarsamvinnu er ein af leiðum Íslands til að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og öðlast áhrif á ákvarðanir, sem skipta hag landsins miklu. Það eru líka okkar hagsmunir að markaðir í þróunarríkjum eflist og við getum átt við þau viðskipti í ríkari mæli. Til lengri tíma eigum við að stefna að því að vera ekki eftirbátar annarra norrænna ríkja, sem hafa verið í fararbroddi í þróunarsamvinnu. Í þetta sinn mættu efndir fylgja fallegu orðunum, sem Alþingi mun vísast samþykkja.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar