ÍA og Þór gerðu 1-1 jafntefli upp á Akranesi í 1. deild karla í fótbolta sem þýðir að Skagamenn sitja áfram í fallsæti og eru ekki búnir að vinna leik í deildinni í sumar.
Atli Sigurjónsson kom gestunum úr Þór yfir strax á 5. mínútu leiksins þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Andri Júlíusson tryggði Skagamönnum eitt stig þegar hann jafnaði leikinn á 63. mínútu.
Skagamenn hafa þar með tvö stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, einu meira en botnlið Njarðvíkur og einu færra en Fjarðabyggð sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Það hefur ekki hjálp Skagamönnum mikið að hafa leikið þrjá fyrstu leiki sína á heimavelli.
Jafnteflið dugaði Þórsurum til að komast upp fyrir HK og í 4. sæti deildarinnar en Þór er með jafnmörg stig en betri markatölu en Kópavogsliðið.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolta.net.