Kirkjan og hjónaband 16. júní 2010 06:00 Sótt hefur verið að kirkju og biskupi landsins í sambandi við framkomið frumvarp um ein hjúskaparlög sem nú er orðið að lögum. Hver greinin á fætur annarri hefur birst hér og ástæða til að bregðast aðeins við. Nú er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir djúpar tilfinningar, annars vegar samkynhneigðra og hins vegar fólks sem vill taka trú sína og trúarsannfæringu alvarlega í þessu máli. Erfitt er að sætta þau sjónarmið. Hluti af áróðrinum hefur verið að vísa til 90 presta og guðfræðinga, sem reyndar hefur fækkað í 83, en ekki tekið fram að vel á annað hundrað guðfræðingar og prestar skrifuðu ekki undir stuðning við ein hjúskaparlög þó svo vissulega séu forsendur fólks í því efni misjafnar. Málinu er því ekki lokið þegar að kirkjunni kemur og vonandi ber hún gæfu til að fara eign leið í því. Í umræðum hefur mikið verið lagt upp úr samanburði við ýmsar breytingar sem hafa verið innleiddar í aldanna rás. En ekki er um sambærileg mál að ræða. Og ekki hafa allar hugmyndir náð að kalla á breytingar, sem betur fer. Ástæðan til tregðu fólks við umræddar breytingar er sú að með nýjum lögum er grundvallarskilningi fólks á því hvað hjónaband er, þ.e. sambúðarform karls og konu, breytt. Að mati margra guðfræðinga og presta, fyrir utan óteljandi leikmanna, var komið að ákveðnum mörkum sem ekki hefði átt að stíga yfir. Atburðir liðinna ára hér á landi minna okkur á að ekki eru allar breytingar og öll ný hugsun til góðs. Jesús brást harkalega gegn þeim breytingum sem orðið höfðu í musterinu og öllum viðskiptunum þar í kring. Sumum hefur ekki þótt við hæfi lengur að tala um að hjónabandið sé heilagt. Kannski á fólk erfitt með þá hugsun af því hjónaskilnuðum hefur fjölgað og heimilisofbeldi verið í sviðsljósinu. En þar er það ekki stofnunin sem slík sem á í vanda heldur fólkið innan hennar. Með tali um heilagt hjónaband var biskup ekki að vísa til þess að hjónabandið sé sakramenti en að leggja áherslu á að hjónabandið hafi verið, samkvæmt kristnum skilningi, frátekin stofnun til samlífs karls og konu og einn sá besti rammi sem börn geta alist upp við ef því er að skipta. Oft er viitnað til anda Jesú Krists í þessari umræðu. Sé það ætlunin hljótum við að taka vitnisburð Biblíunnar um hann alvarlega, enda er sú bók með því áreiðanlegasta sem við getum fundið meðal rita fornaldar. Þegar kemur að samlífi fólks og hjónabandi er alltaf vísað til karls og konu í þeirri góðu bók, einnig í beinum orðum Jesú þar sem hann vísar til til upphafskafla 1. Mósebókar. Hjónabandið hefur alltaf verið borgaraleg stofnun, enda flygja því ákveðnar skyldur og réttindi fyrir viðkomandi og hugsanleg börn. En kristin kirkja hefur fram að þessu talið það vera sérstakt, þ.e. heilagt, og hefur þess vegna einnig sérstaklega viljað blessa það. Það á að vera mælikvarði á kjark kirkjunnar hvort hún skipar sér í hóp með tveim kirkjum á móti öllum öðrum kirkjum heims. En við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa gegn straumnum, sem þorir að hafa aðra skoðun en löggjafarvaldið, sem fer sína leið í ljósi Biblíunnar. Við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa með sínu fólki sem finnst nú sem níutíumenningarnir og lögggjafarveldið hafi farið yfir strikið, sem er sárt og hryggt og sem upplifir þetta sem árás á trúarsannfæringu sína, það svikið og yfir sig valtað í þessu máli. Margt af þessu fólki er afar trúfast í að sækja sína kirkju. Við þurfum kirkju sem hefur kjark og er tilbúin til að setja sig í spor þeirra kirkna sem finnst að þeim sótt með andlegri nýlendustefnu Vesturlanda og þorir að standa með þeim. Í huga níutíumannahópsins er viðbúið að ný löggjöf valdi sigurgleði. En munum að sigurgleð eins veldur oft sorg annars. Málamiðlun sem margir féllust á til að friður fengist í þessu máli hefur verið ýtt til hliðar. Ég þakka biskupi fyrir að hafa talað skýrt í þessu máli. Þar tala ég fyrir eigin hönd og margs annars fólks sem er virkt í kirkjustarfi um land allt. En það hefur ekki viljað ekki stíga fram opinberlega og standa í þessari baráttu, að hluta til vegna þess að allt útlit var fyrir að frumvarpið yrði að lögum, sem varð reyndin, og að hluta til vegna ásakana um fordóma, óhróðurs og eineltis sem eru meðal þeirra vopna sem notuð hafa verið í þessari baráttu. Því miður vill svo fara að þegar barist er, jafnvel í nafni kærleikans, að kærleikurinn týnist. Ef kirkjan týnir honum eru hún búin að týna miklu. En á þeim vettvangi mun nú baráttan fara fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sótt hefur verið að kirkju og biskupi landsins í sambandi við framkomið frumvarp um ein hjúskaparlög sem nú er orðið að lögum. Hver greinin á fætur annarri hefur birst hér og ástæða til að bregðast aðeins við. Nú er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir djúpar tilfinningar, annars vegar samkynhneigðra og hins vegar fólks sem vill taka trú sína og trúarsannfæringu alvarlega í þessu máli. Erfitt er að sætta þau sjónarmið. Hluti af áróðrinum hefur verið að vísa til 90 presta og guðfræðinga, sem reyndar hefur fækkað í 83, en ekki tekið fram að vel á annað hundrað guðfræðingar og prestar skrifuðu ekki undir stuðning við ein hjúskaparlög þó svo vissulega séu forsendur fólks í því efni misjafnar. Málinu er því ekki lokið þegar að kirkjunni kemur og vonandi ber hún gæfu til að fara eign leið í því. Í umræðum hefur mikið verið lagt upp úr samanburði við ýmsar breytingar sem hafa verið innleiddar í aldanna rás. En ekki er um sambærileg mál að ræða. Og ekki hafa allar hugmyndir náð að kalla á breytingar, sem betur fer. Ástæðan til tregðu fólks við umræddar breytingar er sú að með nýjum lögum er grundvallarskilningi fólks á því hvað hjónaband er, þ.e. sambúðarform karls og konu, breytt. Að mati margra guðfræðinga og presta, fyrir utan óteljandi leikmanna, var komið að ákveðnum mörkum sem ekki hefði átt að stíga yfir. Atburðir liðinna ára hér á landi minna okkur á að ekki eru allar breytingar og öll ný hugsun til góðs. Jesús brást harkalega gegn þeim breytingum sem orðið höfðu í musterinu og öllum viðskiptunum þar í kring. Sumum hefur ekki þótt við hæfi lengur að tala um að hjónabandið sé heilagt. Kannski á fólk erfitt með þá hugsun af því hjónaskilnuðum hefur fjölgað og heimilisofbeldi verið í sviðsljósinu. En þar er það ekki stofnunin sem slík sem á í vanda heldur fólkið innan hennar. Með tali um heilagt hjónaband var biskup ekki að vísa til þess að hjónabandið sé sakramenti en að leggja áherslu á að hjónabandið hafi verið, samkvæmt kristnum skilningi, frátekin stofnun til samlífs karls og konu og einn sá besti rammi sem börn geta alist upp við ef því er að skipta. Oft er viitnað til anda Jesú Krists í þessari umræðu. Sé það ætlunin hljótum við að taka vitnisburð Biblíunnar um hann alvarlega, enda er sú bók með því áreiðanlegasta sem við getum fundið meðal rita fornaldar. Þegar kemur að samlífi fólks og hjónabandi er alltaf vísað til karls og konu í þeirri góðu bók, einnig í beinum orðum Jesú þar sem hann vísar til til upphafskafla 1. Mósebókar. Hjónabandið hefur alltaf verið borgaraleg stofnun, enda flygja því ákveðnar skyldur og réttindi fyrir viðkomandi og hugsanleg börn. En kristin kirkja hefur fram að þessu talið það vera sérstakt, þ.e. heilagt, og hefur þess vegna einnig sérstaklega viljað blessa það. Það á að vera mælikvarði á kjark kirkjunnar hvort hún skipar sér í hóp með tveim kirkjum á móti öllum öðrum kirkjum heims. En við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa gegn straumnum, sem þorir að hafa aðra skoðun en löggjafarvaldið, sem fer sína leið í ljósi Biblíunnar. Við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa með sínu fólki sem finnst nú sem níutíumenningarnir og lögggjafarveldið hafi farið yfir strikið, sem er sárt og hryggt og sem upplifir þetta sem árás á trúarsannfæringu sína, það svikið og yfir sig valtað í þessu máli. Margt af þessu fólki er afar trúfast í að sækja sína kirkju. Við þurfum kirkju sem hefur kjark og er tilbúin til að setja sig í spor þeirra kirkna sem finnst að þeim sótt með andlegri nýlendustefnu Vesturlanda og þorir að standa með þeim. Í huga níutíumannahópsins er viðbúið að ný löggjöf valdi sigurgleði. En munum að sigurgleð eins veldur oft sorg annars. Málamiðlun sem margir féllust á til að friður fengist í þessu máli hefur verið ýtt til hliðar. Ég þakka biskupi fyrir að hafa talað skýrt í þessu máli. Þar tala ég fyrir eigin hönd og margs annars fólks sem er virkt í kirkjustarfi um land allt. En það hefur ekki viljað ekki stíga fram opinberlega og standa í þessari baráttu, að hluta til vegna þess að allt útlit var fyrir að frumvarpið yrði að lögum, sem varð reyndin, og að hluta til vegna ásakana um fordóma, óhróðurs og eineltis sem eru meðal þeirra vopna sem notuð hafa verið í þessari baráttu. Því miður vill svo fara að þegar barist er, jafnvel í nafni kærleikans, að kærleikurinn týnist. Ef kirkjan týnir honum eru hún búin að týna miklu. En á þeim vettvangi mun nú baráttan fara fram.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar