Svavar Gestsson: Málfrelsisfélag góð hugmynd? Svavar Gestsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar