Kirkjan og kynferðisofbeldi 20. ágúst 2010 06:00 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið."
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun