Einföld lausn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. nóvember 2010 05:30 Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun