Varnir á netinu Ólafur Stephensen skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu.
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun