Sara Björk: Við hefðum getað gert betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:30 Blikinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Rósa „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk. Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk.
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira