Er markmið bæjarstjórnar Seltjarnarness að hrekja barnafjölskyldur burt? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 12. janúar 2010 15:50 Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun