Samvinna um skuldavanda og atvinnu 7. október 2010 06:00 Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Enginn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjölskyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórnmálamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórnmálamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnulífsins er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu í störfum sínum. Það viljum við Framsóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrirtækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hugrekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara lífeyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar Framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almennar aðgerðir í þágu heimilanna og endurreisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Enginn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjölskyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórnmálamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórnmálamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnulífsins er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu í störfum sínum. Það viljum við Framsóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrirtækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hugrekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara lífeyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar Framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almennar aðgerðir í þágu heimilanna og endurreisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun