Nýliðarnir í Pepsi-deild karla, Haukar og Selfoss, féllu bæði úr leik í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.
Bæði lið töpuðu fyrir 1. deildarliðum. Haukar töpuðu á heimavelli fyrir Fjölni, 2-0, þar sem Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði bæði mörk Fjölnismanna.
Þá tapaði Selfoss fyrir ÍA á Akranesi, 2-1, en síðarnefnda liðið vann þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Grindavík, Keflavík, Valur, Fylkir, Þrótta og Stjarnan eru öll komin áfram í 16-liða úrslitin.
Úrslit kvöldsins:
Valur - Afturelding 2-1
0-1 Arnór Þrastarson (26.)
1-1 Haukur Páll Sigurðsson (28.)
2-1 Viktor Unnar Illugason, víti (84.).
Leiknir R. - Stjarnan 1-3
1-0 Aron Daníelsson (44.)
1-1 Halldór Orri Björnsson, víti (73.)
1-2 Daníel Laxdal (76.)
1-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson (90.+2)
Þróttur - Grótta 3-1
0-1 Elvar Freyr Arnþórsson (36.)
1-1 Halldór Arnar Hilmisson (37.)
2-1 Andrés Vilhjálmsson (69.)
3-1 Halldór Arnar Hilmisson (80.).
Haukar - Fjölnir 0-2
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (17.)
0-2 Guðmundur Karl Guðmundsson (79.).
Víðir - Fylkir 0-2
0-1 Jóhann Þórhallsson (22.)
0-2 Tómas Þorsteinsson (86.).
Grindavík - Þór 2-1
0-1 Nenad Zivanovic (6.)
1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (85.)
2-1 Gilles Mbang Ondo (88.).
Keflavík - KS/Leiftur 1-0
1-0 Magnús Þórir Matthíasson (63.).
ÍA - Selfoss 2-1
1-0 Andri Júlíusson
1-1 Davíð Birgisson
2-1 Andri Geir Alexandersson.