
Varanlegur eignarréttur yfir auðlindum
Til þess að sjá gallann við þessa röksemdafærslu er gagnlegt að horfa til úthlutunar annarra takmarkaðra náttúruauðlinda svo sem olíu. Að því er ég best veit úthlutar ekkert ríki heims sem býr yfir olíu varanlegum eignar-rétti yfir olíulindum sínum án þess að innheimta einhvers konar auðlindaskatt að úthlutun lokinni. Flest ríki sem búa yfir olíu og úthluta afnotarétti til einkaaðila innheimta stærstan hluta tekna af olíulindum sínum í formi skatts sem er hlutfall af söluverði olíunnar.
Við fyrstu sýn virðist þessi staðreynd ef til vill illskiljanleg. Skattur sem er hlutfall af söluverði olíunnar hefur augljós skekkjandi áhrif á rekstur olíufyrirtækja. Á einhverjum tímapunkti verður ekki lengur hagkvæmt fyrir fyrirtækið að pumpa upp olíunni þar sem tekjur eftir skatta ná ekki að dekka kostnað þess þó svo að tekjur fyrir skatta séu meiri en kostnaður þess. Á þessum tímapunkti hættir fyrirtækið að pumpa olíu þó svo að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að halda áfram að pumpa. Við fyrstu sýn virðist því sem þessi ríki gætu aukið tekjur sínar af olíunni með því að selja varanlegan eignarrétt í stað þess að leggja á auðlindaskatta.
Skortur á trúverðugleikaÞegar við hins vegar veltum fyrir okkur hvaða ríki það eru sem búa yfir olíu í heiminum skýrist af hverju það myndi ekki ganga í flestum tilfellum að selja varanlegan eignarrétt. Tökum til dæmis Nígeríu. Segjum að Nígería tilkynnti um sölu á varanlegum eignarrétti yfir ákveðinni olíulind. Myndu stóru olíufyrirtækin í heiminum bjóða sem nemur væntu verðmæti olíulindarinnar?
Alveg örugglega ekki. Þau myndu klárlega draga í efa trúverðugleika loforðs Nígeríustjórnar um varanlegan eignarrétt. Þau myndu meta líkurnar á því að Nígeríustjórn gengi á bak orða sinna og setti síðar meir sérstaka skatta á tekjur af olíulindinni eða þjóðnýtti hana með öllu. Þessi áhætta myndi gera það að verkum að olíufyrirtækin myndu bjóða mun lægra verð en vænt verðmæti olíulindarinnar. Ef Nígeríustjórn er skynsöm þá gerir hún sér grein fyrir þessu og reynir ekki að selja varanlegan eignarrétt en gerir þess í stað annars konar samning við olíufyrirtækin sem meiri líkur eru á að hún standi við; samning sem felur í sér greiðslur yfir allan samningstímann og greiðslur sem taka mið af arðsemi olíuvinnslunnar á hverjum tíma.
En hvað með Noreg?Slíkur skortur á trúverðugleika er landlægur þegar fátækari lönd heims svo sem Nígería, Bólivía og Venesúela eiga í hlut. En hvað með Noreg? Ef eitthvert ríki í heiminum er til sem getur staðið við loforð um varanlegan eignarrétt þá hlýtur það að vera Noregur.
Ég hef spurt nokkra af fremstu hagfræðingum Noregs hvernig standi á því að Noregsstjórn skuli ekki selja varanlegan eignarrétt yfir olíulindum sínum í stað þess að leggja himinháa skatta á tekjur af olíuframleiðslu. Þeir segja iðulega að ástæðan sé sú sama og í Nígeríu. Ef í ljós kæmi nokkrum árum eftir söluna að olíulindin væri tíu sinnum stærri en búist var við eða að olíuverð tífaldaðist þannig að hagnaður fyrirtækisins sem keypti olíulindina væri gríðarlegur myndi pólitískur þrýstingur á það að skattleggja „ofurhagnað" í olíuframleiðslu verða óbærilegur. Bæði olíufyrirtækin og Noregsstjórn gera sér grein fyrir þessu og reyna því ekki að fara þessa leið.
Sömu lögmál gilda um ÍslandÞað er einfeldni að halda því fram að pólitískur þrýstingur um skattlagningu „ofurhagnaðs" myndi ekki vera til staðar á Íslandi í framtíðinni ef stjórnvöld reyndu að úthluta varanlegum eignarrétti á aflahlutdeildum eða öðrum náttúrauðlindum (hvort sem þær auðlindir væru gefnar eða seldar) og lofa síðan handhöfum að þeir muni fá að halda öllum hagnaði umfram venjulega fyrirtækjaskatta.
Af þessum sökum er vænlegasta leiðin hvað hagkvæmni varðar að úthluta þessum auðlindum þannig að gjaldið sem tekið er af afnotum þeirra hækki og lækki sjálfkrafa í takt við verðmæti auðlindanna. Fyrning aflaheimilda og endurúthlutun til 20 ára og/eða auðlindagjald hafa þennan mikilvæga eiginleika.
Skoðun

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar