Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er rányrkja 28. september 2010 06:00 Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. Athugasemdin frá Jóhannesi var sú að hlutfallið milli framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í jarðgufuvirkjun yrði að virða, ef rafmagnsframleiðslan færi yfir viss mörk á kostnað heitavatnsframleiðslu væri verið að ganga á forðann sem við eigum í jörðu niðri og er ekki óþrjótandi eins og ætla mætti af þeim stórkarlalegu virkjunaráætlunum jarðgufu sem nú er rekinn áróður fyrir. Fullyrðing mín um rányrkju byggist á því að ef jarðgufuvirkjun framleiðir aðeins rafmagn nýtir hún einungis 14% af þeirri orku sem í jarðgufunni býr. Ef virkjunin framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn er nýtingin 85% og lengra verður tæplega komist. Lítum aðeins á hagkvæmustu jarðgufuvirkjun landsins, Nesjavelli við Þingvallavatn. Þegar búið er að nýta jarðgufuna til rafmagnsframleiðslu er hitað upp vatn með sömu gufu og búin er að knýja rafmagnstúrbínurnar og því vatni dælt til höfuðborgarsvæðisins. Það heita vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi. Þannig verður Hellisheiðarvirkjun einnig byggð upp þó tæpast sé enn þá markaður fyrir heita vatnið sem hún mun framleiða, en að því mun koma. Suðurnesjavirkjun mun einnig vera nokkuð hagkvæm, framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn. En er til virkjun á Íslandi sem sóar svona átakanlega orkunni sem við sækjum í formi gufu í iður jarðar? Sú virkjun heitir Kröfluvirkjun, hún nýtir aðeins 14% af orkunni sem sótt er niður í jörðina, síðan fer gufan sína leið, hún er meira að segja kæld með töluverðum kostnaði og engum til gagns. Þetta er rányrkja og ekkert annað. Stundum hefur hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að nýta þessa miklu orku, sem fer til spillis við Kröfluvirkjun, og reisa mikið og gjöfult ylræktarver sem gæti séð landmönnum fyrir miklum hluta þess grænmetis sem við verðum nú að flytja inn og skapaði mikla vinnu í Þingeyjarsýslum. Vissulega nokkur stofnkostnaður en orkan er ókeypis, hún fer í dag út í veður og vind engum til gagns. Og nú eru áætlanir um að reisa álbræðslur við Húsavík og í Helguvík ásamt því að stækka Straumsvík og reisa mörg og mikil gagnaver. Allar eiga þessar áætlanir það sameiginlegt að orkan skal sótt að mestu í iður jarðar í formi jarðgufu. Þeistareykir, Gjástykki, Reykjanes og Hellisheiði, víða skal leitað fanga með rányrkju á náttúruauðlindinni sem er langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því miður ekki til nema lítill markaður fyrir heitt vatn frá þessum jarðgufuvirkjunum og þær norðlensku, ef af verður, hafa engin þéttbýli sem markað. Við höfum á undanförnum árum deilt ákaft um virkjanir og þá aðallega vatnsaflsvirkjanir. Í þeim er ekki um sóun á orku að ræða, frekar beinist gagnrýnin að umhverfi og náttúru. En meira að segja sú umdeildasta, Kröfluvirkjun, nýtir vatnsafl, vatn sem hvort sem er rynni sína leið til sjávar, afl sem án virkjunar yrði engum til gagns. Í vatnsaflsvirkjunum er aldrei um sams konar rányrkju á náttúruauðlind að ræða og í flestum jarðgufuvirkjunum ef þær verða staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. Athugasemdin frá Jóhannesi var sú að hlutfallið milli framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í jarðgufuvirkjun yrði að virða, ef rafmagnsframleiðslan færi yfir viss mörk á kostnað heitavatnsframleiðslu væri verið að ganga á forðann sem við eigum í jörðu niðri og er ekki óþrjótandi eins og ætla mætti af þeim stórkarlalegu virkjunaráætlunum jarðgufu sem nú er rekinn áróður fyrir. Fullyrðing mín um rányrkju byggist á því að ef jarðgufuvirkjun framleiðir aðeins rafmagn nýtir hún einungis 14% af þeirri orku sem í jarðgufunni býr. Ef virkjunin framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn er nýtingin 85% og lengra verður tæplega komist. Lítum aðeins á hagkvæmustu jarðgufuvirkjun landsins, Nesjavelli við Þingvallavatn. Þegar búið er að nýta jarðgufuna til rafmagnsframleiðslu er hitað upp vatn með sömu gufu og búin er að knýja rafmagnstúrbínurnar og því vatni dælt til höfuðborgarsvæðisins. Það heita vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi. Þannig verður Hellisheiðarvirkjun einnig byggð upp þó tæpast sé enn þá markaður fyrir heita vatnið sem hún mun framleiða, en að því mun koma. Suðurnesjavirkjun mun einnig vera nokkuð hagkvæm, framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn. En er til virkjun á Íslandi sem sóar svona átakanlega orkunni sem við sækjum í formi gufu í iður jarðar? Sú virkjun heitir Kröfluvirkjun, hún nýtir aðeins 14% af orkunni sem sótt er niður í jörðina, síðan fer gufan sína leið, hún er meira að segja kæld með töluverðum kostnaði og engum til gagns. Þetta er rányrkja og ekkert annað. Stundum hefur hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að nýta þessa miklu orku, sem fer til spillis við Kröfluvirkjun, og reisa mikið og gjöfult ylræktarver sem gæti séð landmönnum fyrir miklum hluta þess grænmetis sem við verðum nú að flytja inn og skapaði mikla vinnu í Þingeyjarsýslum. Vissulega nokkur stofnkostnaður en orkan er ókeypis, hún fer í dag út í veður og vind engum til gagns. Og nú eru áætlanir um að reisa álbræðslur við Húsavík og í Helguvík ásamt því að stækka Straumsvík og reisa mörg og mikil gagnaver. Allar eiga þessar áætlanir það sameiginlegt að orkan skal sótt að mestu í iður jarðar í formi jarðgufu. Þeistareykir, Gjástykki, Reykjanes og Hellisheiði, víða skal leitað fanga með rányrkju á náttúruauðlindinni sem er langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því miður ekki til nema lítill markaður fyrir heitt vatn frá þessum jarðgufuvirkjunum og þær norðlensku, ef af verður, hafa engin þéttbýli sem markað. Við höfum á undanförnum árum deilt ákaft um virkjanir og þá aðallega vatnsaflsvirkjanir. Í þeim er ekki um sóun á orku að ræða, frekar beinist gagnrýnin að umhverfi og náttúru. En meira að segja sú umdeildasta, Kröfluvirkjun, nýtir vatnsafl, vatn sem hvort sem er rynni sína leið til sjávar, afl sem án virkjunar yrði engum til gagns. Í vatnsaflsvirkjunum er aldrei um sams konar rányrkju á náttúruauðlind að ræða og í flestum jarðgufuvirkjunum ef þær verða staðreynd.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun